BEINT FRÁ BÝLI
Við erum í samtökunum BEINT FRÁ BÝLI sem er félag heimavinnsluaðila og bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.
Tilgangur félagsins er að hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum. Og vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda hverskonar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum.
Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Félagið hvetur einnig til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð.
Með því að kaupa lambakjöt beint frá býli fækkum við milliliðunum. Einnig veist þú nákvæmlega hvaðan kjötið kemur sem þú setur á þinn disk. Hafðu í huga hver það er sem framleiðir kjötið þitt.
Inná síðunni lambakjot.is má finna ýmsar upplýsingar um eldun og fleira er tengist lambakjöti og margar mjög fróðlegar.