Við seljum veiðileyfi í Ytra - Deildarvatn

Veiðileyfi í Deildarvatn

Vatnið er allstórt. Í það falla tvær ár, Fremri Deildará, úr Fremra Deildarvatni og Ölduá sem er dragá ofan af Melrakkasléttu.

Úr Ytra Deildarvatni rennur svo Deildaráin - gjöful laxveiðiá- sem fellur til sjávar skammt sunnan Raufarhafnar. Athugið að veiði í þessum ám öllum er ekki innifalinn í veiðileyfi í Deildarvatni. Nánari upplýsingar um leyfi þar má nálgast hér: http://icelandsalmon.fishing/

Í Ytra Deildarvatni er góð silungsveiði, bleikja og urriði, af all góðri stærð

Farið er að vatninu austanmegin á 4x4 slóða, uþb 3 km langur. Veiðimenn athugið að loka þarf öllum hliðum á vegi þegar komið er og farið frá vatninu. Öll neta veiði er bönnuð.

Verð per stöng er 3500 kr dagurinn. Hafðu sambandi í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 8688647 til að kaupa veiðileyfi.